Velkomin á Holt

Á Holti eru 17 börn á aldrinum 1 - 3 ára. Nám barnanna á Holti fer fram í gegnum frjálsa leikinn. Þau fá æfingu í samskiptum, taka ákvarðanir, leysa vandamál og æfa sig á hlutverkum úr reynsluheimi sínum. Starfsfólk er til staðar á leiksvæðum sem þátttakendur og leiðbeinendur. Mikill tími okkar fer í umhyggju og umönnun eins og að hugga, faðma, skipta á bleiu, klæða úr og í, venja við salerni og æfa þau í að hjálpa sér sjálf.

Mesta áherslan er á hreyfingu og málörvun. Önnur áhersluatriði eru vináttan, líkamsþekking, grunnlitirnir, tölur upp að tíu, könnunarleikur og einnig vinna þau að ýmsum verkefnum sem eru í gangi í öllum leikskólanum.

Hreyfing er undirstaða annara þroskaþátta. Fræðingar telja að fylgni sé á milli hreyfigetu og málþroska. Þannig að slök hreyfigeta getur komið niður á málþroska og lestranámi. Við förum því út tvisvar á dag ef veður leyfir. Börnin fá góða hreyfingu úti í garði við að moka og fóta sig í sandi og snjó og puða upp og niður brekkuna eins á hjólum og í boltaleikjum. Einnig höfum við afnot af salnum eftir hádegi þar sem þau eru í ýmiskonar hreyfileikjum.

Fínhreyfingar þjálfast í kubbaleikjum, púsluspilum, hreyfingum með söng, að perla og í föndurherbergi við að leira og lita. Börnin eru enn á krotstigi og eru mörg hver að kanna eiginleika hlutanna sem þau fá í hendur með því að sleikja, naga, slá hlutum í eða láta þá detta.

Foreldrum ber að koma með bleyjur í leikskólan meðan barnið notar þær.


Hafa samband

Fréttir frá deildinni eru sendar með tölvupósti á föstudögum til forráðamanna.

Nettfang deildarinnar er: kb.holt@leikskolarnir.is

© 2016 - 2019 Karellen