Foreldrar verða sjálfkrafa félagar í foreldrafélagi Kirkjubóls þegar barnið fær leikskólavist. Stjórn félagsins er skipuð sex fulltrúum foreldra, sem kjörnir eru á aðalfundi foreldrafélagsins. Markmið þess er að skapa vettvang samskipta og samvinnu foreldra og starfsmanna leikskólans, að huga að aðbúnaði barna og starfsmanna og að vinna að hagsmunum barna innan bæjarfélagsins.
Foreldrar greiða ákveðna fjárhæð mánaðarlega í foreldrasjóð og stendur hann straum af fræðslufundum fyrir foreldra, leiksýningum, gestakennslu, vettvangsferðum og ýmsum uppákomum fyrir börnin.

Reglur foreldrafélagsins:
1 gr. Félagið heitir foreldrafélag Kirkjubóls
2 gr. Félagar eru foreldrar eða forráðamenn barna leikskólans
3.gr. Markmið félagsins er:
a) að bæta aðbúnað barna og starfmanna leikskólans
b) að skapa vettvang samskipta og samvinnu foreldra og starfsmanna
c) að vinna að hagsmunum barna innan bæjarfélagsins
4.gr. Félagsgjald er 650 kr á mánuði – ekki er greitt fyrir júlímánuð.
5. gr. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi. Hver deild skal eiga a.m.k. einn fulltrúa og einn til vara. Auk þess situr fundi leikskólastjóri/ aðstoðarleikskólatjóri.
Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji tvö ár í senn. Stjórnin sjálf skiptir með sér verkum. Kjósa skal formann, ritara og meðstjórnanda. Formaður stjórnar er fulltrúi félagsins í Landssamtökum foreldrafélaga leikskóla og ber að tilkynna samtökunum um hann að lokinni kosningu.
Formaður boðar til stjórnarfunda.
6. gr. Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiðum félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir félagsfunda.
7. gr. Stjórn félagsins skal vinna að markmiðum félagsins og koma saman svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en ársfjórðungslega.
8. gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. sept- 1. nóv ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu í Leikskólanum með minnst viku fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar sakl vera þessi:
a) skýrsla formanns um starfssemi félagsins
b) reikningar félagsins
c) kosning stjórnar
d) breytingar á starfsreglum
e) önnur mál.
9. gr. Tillögur til breytinga á starfsreglum verða að hafa borist stjórn skriflega í síðasta lagi 3 dögum fyrir auglýstan aðalfund. Breytingar ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði.

Við viljum eiga gott samstarf við foreldra. Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna en leikskólastarfið er viðbót við það uppeldi sem börnin fá á heimilum sínum.

Í september er haldinn fundur með öllum foreldrum og foreldrafélagið heldur aðalfund sinn. Í október er boðið upp á viðtöl fyrir þá foreldra sem vilja. Skipulögð foreldraviðtöl eru tekin við alla foreldra einu sinni á ári, í febrúar/mars. Tilgangur viðtalanna er að skiptast á upplýsingum um barnið og efla samstarf á milli leikskóla og heimilis.

Foreldrar geta óskað eftir viðtölum við leikskólakennara og leikskólastjóra eftir þörfum.

Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef breytingar verða í fjölskyldu barnsins s.s. veikindi, dauðsfall eða skilnaður. Slíkir atburðir hafa mikil áhrif á tilveru barns og því nauðsynlegt að við vitum af því til að geta brugðist rétt við.
Allir starfsmenn leikskólans skrifa undir þagnarheit og eru bundnir trúnaði um allt það sem fram fer innan leikskólans. Foreldrar geta treyst starfsfólki.

Við leggjum áherslu á að skapa notalegt andrúmsloft og stuðla að góðum og traustum samskiptum allra á milli og að foreldrar upplifi sig velkomna inn í leikskóla barna sinna. Yfir veturinn bjóðum við foreldrum reglulega í kaffi, te, vatn eða súkkulaði, ýmist að morgni eða síðdegis.

Skilaboð til foreldra

Karellen er upplýsingakerfi sem auðveldar kennurum vinnu sína og gerir foreldrum betur kleift að fylgjast með því sem gerist í leikskólanum. Allir foreldrar fá lykilorð að kerfinu og geta þannig fengið upplýsingar um starfið og barn sitt í gegnum símann eða tölvuna heima.

Upplýsingatöflur hanga í fataklefum á deildum, þar geta foreldrar fylgst með ýmsum skilaboðum frá starfsfólki. Ferðir og aðrar uppákomur eru auglýstar sérstaklega.

© 2016 - 2019 Karellen