Hreyfistundir

Hreyfing er börnum eðlislæg og stuðlar að vellíðan. Þar sem flest börn eru í leikskóla stóran hluta úr degi er nauðsynlegt að sinna hreyfiþroska vel, hafa fastan tíma fyrir skipulagðar hreyfistundir auk nægrar útiveru. Það að hlúa vel að líkama sínum og hreyfa sig reglulega verður eðlilegur þáttur í lífi barnanna. Skipulagðar hreyfistundir eru í sal leikskólans í hverri viku þar sem tækifæri gefast til að þjálfa vissa hreyfifærni ásamt því að efla þol, þor og þrek.

Markmið:

 • Að efla hreyfiþroska og hreyfigetu.
 • Að fullnægja hreyfiþörf.
 • Að efla samhæfingu hreyfinga og örugga stjórn á líkamanum.
 • Að efla sjálfstraust, tillitsemi og samvinnu.
 • Að þjálfa jafnvægi, einbeitingu, þor og þol.
 • Að stuðla að líkamlegri vellíðan, hreyfigleði og öryggi.

Leiðir að markmiðum:

 • Skipulagðar hreyfistundir í sal einu sinni í viku. Hreyfistundin byrjar og endar eins, börnin vita hvernig stundin byggist upp og það veitir öryggi. Heilsast, upphitun, aðalverkefni, slökun og kveðjast. Börnunum er skipt upp í hópa eftir aldri, ekki of margir í einu. Börnin á Kanínudeild fara ekki í skipulagðar hreyfistundir en þau fara í salinn á hverjum degi eftir hvílu.
 • Eyðublöð fyrir hreyfistundir auðvelda skipulagningu kennara og veita góða yfirsýn
 • Starfsfólk er góð fyrirmynd og hefur gaman af stundinni, hrósar börnunum og hvetur þau áfram.
 • Útivera þar sem tækifæri gefast til að efla grófhreyfingar, æfa sig í að ganga upp tröppur, hjóla, klifra, renna og fleira.
 • Gönguferðir um nánasta umhverfi.
© 2016 - 2019 Karellen