Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikskólinn Kirkjuból


Kirkjuból hóf starfsemi 1. nóvember 1985 og er rekinn af bæjarfélaginu. Við formlega opnun leikskólans var helmingur núverandi húsnæðis tekinn í notkun. Þá voru börn ýmist í heilsdags- eða hálfsdagsvistun
Árið 1993 var ákveðið að Kirkjuból skyldi eingöngu vera heilsdagsleikskóli með pláss fyrir 54 börn. Í framhaldi af því hófust allmiklar framkvæmdir og breytingar á húsnæðinu.


Veturinn 1995-1996 var barnafjöldinn aukinn þannig að ávallt voru 66 börn samtímis í húsinu. Á Kirkjubóli voru eingöngu aldursblandaðar deildir 2-6 ára barna eða svokallaðar systkinadeildir og er hugmyndin með þeim sú að börnin læri hvert af öðru og hjálpist að. Haustið 2001 breyttist þessi skipan og Kanínudeild var breytt í deild fyrir yngri börn. Þetta tengdist því að inntökualdurinn hafði verið lækkaður. Útisvæðið hefur einnig verið lagfært þó nokkuð með tilliti til yngri barna.

Alls eru 64 börn að hámarki í leikskólanum og deildirnar eru þrjár. Börn 3-6 ára skiptast á Kisudeild og Bangsadeild en yngstu börnin 1 ½ - 3 ára eru á Kanínudeild.

Þess má geta að Kirkjuból stendur á landnámsjörð sem kom í ljós við frágang á leiksvæðinu árið 1985. Fór fram fornleifarannsókn á svæðinu og eru minjarnar varðveittar.

Hafðu samband