Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við viljum eiga gott samstarf við foreldra.  Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi barna sinna en leikskólastarfið er viðbót við það uppeldi sem börnin fá á heimilum sínum.

Í september er haldinn fundur með öllum foreldrum og foreldrafélagið heldur aðalfund sinn.   Í október er boðið upp á viðtöl fyrir þá foreldra sem vilja.  Skipulögð foreldraviðtöl eru tekin við alla foreldra einu sinni á ári, í febrúar/mars.  Tilgangur viðtalanna er að skiptast á upplýsingum um barnið og efla samstarf á milli leikskóla og heimilis.

Foreldrar geta óskað eftir viðtölum við leikskólakennara og leikskólastjóra eftir þörfum.

Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef breytingar verða í fjölskyldu barnsins s.s. veikindi, dauðsfall eða skilnaður.  Slíkir atburðir hafa mikil áhrif á tilveru barns og  því nauðsynlegt að við vitum af því til að geta brugðist rétt við. 
Allir starfsmenn leikskólans skrifa undir þagnarheit og eru bundnir trúnaði um allt það sem fram fer innan leikskólans.  Foreldrar geta treyst starfsfólki.

Við leggjum áherslu á að skapa notalegt andrúmsloft og stuðla að góðum og traustum samskiptum allra á milli og að foreldrar upplifi sig velkomna inn í leikskóla barna sinna. Yfir veturinn bjóðum við foreldrum reglulega í kaffi, te, vatn eða súkkulaði, ýmist að morgni eða síðdegis.

Skilaboð til foreldra

Mentor.is er upplýsingakerfi sem auðveldar kennurum vinnu sína og gerir foreldrum betur kleift að fylgjast með því sem gerist í leikskólanum. Allir foreldrar fá lykilorð að kerfinu og geta þannig fengið upplýsingar um starfið og barn sitt í gegnum tölvuna heima.

Upplýsingatöflur hanga í fataklefum á deildum, þar geta foreldrar fylgst með ýmsum skilaboðum frá starfsfólki.  Ferðir og aðrar uppákomur eru auglýstar sérstaklega. 

Hafðu samband