Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hreinsunarátak

25.04.2017
Hreinsunarátak

Dagur umhverfisins - Hreinsunarátak 

Dagana 18. til 30. apríl er árlegt hreinsunarátak í bænum og þar sem við erum að vinna með umhverfis- og hreyfigreindir núna ákváðum við að láta gott af okkur leiða og einnig vegna þess að við viljum hafa hreint í kringum okkur. 
Í dag, þriðjudaginn 25. apríl er einnig dagur umhverfisins og fóru því börnin að tína rusl í nærumhverfi skólans. Börnin fundu mikið rusl og voru gáttuð á því hvað það er mikið rusl í umhverfinu okkar. Við ætlum að fara fleiri ferðir og nota þessa viku í að hreinsa í kringum okkur. 
Göngum vel um landið okkar og hendum ekki rusli á jörðina.

Myndir með frétt

Til baka
Hafðu samband