Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjóladagurinn mikli

15.06.2017
Hjóladagurinn mikliBörnin bjuggu til bensínstöð, máluðu umferðarljós, bjuggu til sjoppu með lúgu, þvottastöð og síðan var hringtorg og sveigjur.  Hjólin sem þau komu með í skólann voru af margskonar gerðum og stærðum, en umferðin gekk vel og það var mikil gleði.  Börnin skruppu inn til að borða gufusoðna ýsu og nýbakað rúgbrauð og hlustuðu á sögu, síðan fóru eldri börnin út aftur og hjóluðu meira, en yngstu börnin fengu sér smá lúr. Það voru þeytt en glöð börn sem fóru heim.  

Myndir með frétt

Til baka
Hafðu samband